Staðan í 1. deild kvenna

Facebook
Twitter

Þegar 15 umferðum af 18 er lokið á Íslandsmóti liða í 1. deild kvenna eru KFR-Valkyrjur komnar með nokkuð örugga forystu í efsta sæti deildarinnar með 238,5 stig og 27,5 stigum meira en KFR-Afturgöngurnar sem eru í 2. sæti með 211 stig. ÍR-TT er nú komið í 3. sæti með 207,5 stig, en ÍR-Buff er fallið í 4. sætið með 200 stig. Ljóst er að úr þessu verður erfitt fyrir ÍR-BK að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni, en þær eru nú í 5. sæti með 181 stig.

Elín Óskarsdóttir KFR-Valkyrjum er enn með hæsta meðaltal deildarinnar 181,8 að meðaltali í leik í  42 leikjum. Ástrós Pétursdóttir ÍR-Buff er með 176,3 eins og Dagný Edda Þórisdóttir KFR-Valkyrjum. Í keppninni um stigameistara deildarinnar er Dagný Edda nú búin að ná toppsætinu með 0,848 stig að meðaltali í leik, Ástrós kemur næst með 0,844 og síðan kemur Elín með 0,810 stig að meðaltali í leik. Dagný Edda er einnig komin með hæsta fellumeðaltalið 4,06 að meðaltali í leik, Elín er með 3,98 og Ástrós er með 3,96. Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT, Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR-TT og Dagný Edda hafa allar spilað 246 sem er hæsti leikurinn í deildinni það sem af er vetri. Guðný Gunnarsdóttir ÍR-TT á hæstu seríuna 650, Elín kemur næst með 643 seríu og þriðja er Dagný Edda með 637 seríu.

Sjá nánar stöðuna í deildinni

 Í næstu viku lýkur tveggja vikna hléi á keppni í deildum og í 16. umferð sem fer fram mánudaginn 18. mars mætast ÍR-BK og ÍR-TT, ÍFH-DK og ÍR-N og ÍR-KK og KFR-Afturgöngurnar í Öskjuhlíð, en KFR-Valkyrjur og ÍA, KFR-Skutlurnar og ÍR-Buff eigast við í Egilshöllinni. Sjá nánar í dagskrá

Nýjustu fréttirnar