Unglingalandsliðshópur Keilusambands Íslands stendur fyrir keilumaraþoni sem hefst á morgun, fimmtudaginn 7. mars og stendur yfir til föstudagsins 8. mars. Tilgangurinn með maraþoninu er að afla fjár vegna þátttöku þeirra á Evrópumóti unglinga í keilu EYC 2013, sem haldið verður í Vín í Austurríki dagana 23. mars – 1. apríl n.k. og leitað verður bæði til einstaklinga og fyrirtækja um áheit. Vonumst við til að sem flestir styrki unglingana okkar.
Unglingalandslið Íslands í keilu tekur þátt í Evrópumóti unglinga í keilu sem haldið verður í borginni Vín í Austurríki dagana 23. mars – 1. apríl n.k. Að þessu sinni verða sendir 6 keppendur á mótið, 4 piltar og 2 stúlkur. Þau eru Andri Freyr Jónsson KFR, Aron Fannar Benteinsson ÍA, Guðmundur Ingi Jónsson ÍR, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR, Hlynur Örn Ómarsson ÍR og Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR. Aron Fannar og Hlynur Örn eru að taka þátt í sínu fyrsta landsliðsverkefni, en þetta er önnur ferðin hjá hinum keppendunum.
Á mótinu verður keppt í tvímenningskeppni, liðakeppni og einstaklingaskeppni, sjá nánar á heimasíðu mótsins.
Þjálfari liðsins er Guðmundur Sigurðsson og Skúli Freyr Sigurðsson verður honum til aðstoðar.