Úrslitum í Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf 2013 er nú lokið. Til úrslita í kvennaflokki kepptu Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA og Hafdís Pála Jónasdóttir KFR, en í karlaflokki Kristófer Unnsteinsson ÍR og Baldur Hauksson ÍFH.
Hafdís Pála vann viðureignina á móti Vilborgu 3 – 0 og tryggði sér með því titilinn Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf í kvennaflokki 2013.
Kristófer vann viðureignina á móti Baldri 2 – 0 og tryggði sér með því titilinn Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf í karlaflokki 2013.
Hafdís Pála vann þriðja leikinn 208 með forgjöf (179 + 29) á móti 203 hjá Vilborgu (163+ 40) og vann því viðureignina 3 – 0. Hafdís Pála Jónasdóttir KFR er því Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf í kvennaflokki 2013. Sjá leiki í undanúrslitum og úrslitum í kvennaflokki
Kristófer vann annan leikinn 251 með forgjöf (222 + 29) á móti 211 hjá Baldri (139 + 72) og vann því viðureignina 2 – 0. Kristófer Unnsteinsson ÍR er því Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf í karlaflokki 2013. Sjá leiki í undanúrslitum og úrslitum í karlaflokki
Hafdís Pála vann annan leikinn 239 með forgjöf (210 + 29) á móti 188 hjá Vilborgu (132 + 40) þannig að viðureignin þeirra heldur áfram. Hafdísi Pálu nægir að vinna þann leik til að tryggja sér titilinn, en ef Vilborg vinnur leikinn heldur viðureignin áfram.
Hafdís Pála vann fyrsta leikinn 244 með forgjöf (215 + 29) á móti 208 hjá Vilborgu (168 + 40).
Kristófer vann fyrsta leikinn 239 með forgjöf (210 + 29) á móti 188 hjá Baldri (116 + 72).