Íslandsmót einstaklinga m/forgjöf

Facebook
Twitter

Alls eru 32 karlar og 14 konur skráðar til keppni á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf sem fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og Keiluhöllinni í Egilshöll dagana 2. – 5. mars n.k.

Forkeppnin fer fram um helgina og verða spilaðir 4 leikir hvorn dag . Konurnar byrja í Egilshöllinni á morgun laugardaginn 2. mars og spila síðan í Öskjuhlíðinni á sunnudaginn 3. mars. Karlarnir spila í Öskjuhlíðinni á morgun laugardaginn 2. mars og í Egilshöllinni á sunnudaginn 3. mars. Keppni hefst báða dagana kl. 10:00 og sjá má brautarskipan hér. Við útreikning á forgjöf verður miðað við nýtt allsherjarmeðaltal 28. febrúar 2013.

Sjá einnig í fyrri auglýsingu

Enn vantar aðstoðarfólk til vinnu við mótið þannig að ef þú getur séð af tíma, vinsamlega hafðu samband við mótanefnd

Forkeppni fer fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og Egilshöll helgina 2. –  3. mars og hefst kl. 10:00 báða dagana. Allir keppendur spila 8 leiki í forkeppninni, 4 leiki hvorn dag, annan daginn í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og hinn daginn í Keiluhöllinni Egilshöll. Efstu 12 karlarnir og efstu 12 konurnar komast áfram í milliriðill.

Keppni í milliriðill fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll mánudaginn 4. mars og hefst kl. 19:00. Í milliriðli spila efstu 12 karlarnir og 12 konurnar 4 leiki og komast efstu 6 karlarnir og efstu 6 konurnar áfram í undanúrslit.

Keppni í undanúrslitum fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll þriðjudaginn 5. mars og hefst keppni kl. 19:00. Í undanúrslitum spila efstu 6 karlarnir og efstu 6 konurnar 5 leiki, allir við alla, einfalda umferð með bónusstigum fyrir unninn leik. Að því loknu spila tveir efstu karlarnir og tvær efstu konurnar til úrslita.

Í úrslitunum spila tveir efstu keppendurnir í hvorum flokki og þeim keppanda sem er efri að stigum fyrir úrslitin nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en keppendi í öðru sætinu þarf að vinna þrjár viðureignir (3 stig). Jafnteflisviðureignir telja sem skipt viðureign (1/2 stig á hvorn), ef enn er jafnt eftir 5 leiki þá ræður pinnafall. Sigurvegarinn fær titilinn Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf.

Nýjustu fréttirnar