Fjórða umferð Deildarbikars liða fer fram í vikunni. Keppni í B riðli fer fram í Keiluhöllinni í Egilshöll í kvöld miðvikudaginn 27. febrúar og hefst kl. 19:00. Keppni í A og C riðli fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð á morgun fimmtudaginn 28. febrúar og hefst kl. 19:00.
Olíuburður í Deildarbikarnum er Weber Cup 2007 41 fet. Sjá nánar deildarbikar liða
Að loknum þremur umferðum eru línur frekar teknar að skýrast hvaða tvö lið komast í úrslitakeppnina úr hverjum riðli.
ÍR-KLS er í efsta sæti í A riðils með 24 stig, tveimur stigum meira en KR-B sem er í 2. sæti með 22 stig. ÍR-PLS er í 3. sæti með 20 stig og ÍR-TT er í 4. sæti með 14 stig.
Í B riðli er ÍA í efsta sæti með 28 stig, ÍA-W er í 2. sæti með 24 stig, en ÍR-NAS er komið í 3. sætið með 14 stig, tveimur stigum meira en ÍR-Buff sem er í 4. sæti með 12 stig.
Í C riðli er KR-A í efsta sæti með 28 stig, KFR-Lærlingar er í 2. sæti með 22 stig, ÍR-L er komið í 3. sætið með 16 stig jafn mörg stig og KFR-Afturgöngurnar sem eru í 4. sæti.
Sjá nánar deildarbikar liða