Staðan í 1. deild kvenna

Facebook
Twitter

Þegar 13 umferðum af 18 er lokið á Íslandsmóti liða í 1. deild kvenna eru KFR-Valkyrjur í efsta sæti með 207,5 stig og komnar með 19,5 stiga forystu á KFR-Afturgöngurnar sem eru í 2. sæti með 188 stig. ÍR-Buff er komið í 3. sæti með 175 stig, 4,5 stigum meira en ÍR-TT sem er í 4. sæti með 170,5 stig.

Í 13. umferð fóru KFR-Valkyrjur í Öskjuhlíðina og tóku 19 stig á móti ÍR-N á útivelli. KFR-Afturgöngurnar heimsóttu ÍR-TT í Egilshöllina og náðu 8 stigum á móti 12 stigum hjá ÍR-TT. ÍR-Buff unnu ÍR-KK 20 – 0 á heimavelli í Egilshöllinni. ÍA tók 6 stig á móti 12 hjá ÍFH-DK á heimavelli á Skaganum og KFR-Skutlurnar og ÍR-BK skildu jöfn 10 – 10 í Egilshöllinni.

Úrslit leikja 13. umferðar sem fram fóru fram sunnudaginn 10. og mánudaginn 11. febrúar 2013 voru eftirfarandi:
ÍA – ÍFH-DK 6 – 14
ÍR- N – KFR-Valkyrjur 1 – 19
ÍR-Buff – ÍR-KK 20 – 0
KFR-Skutlurnar – ÍR-BK 10 – 10
ÍR-TT – KFR-Afturgöngurnar 12 – 8

Keppnin um einstaklingsafrek deildarinnar er jafnari og meira spennandi en oft áður. Elín Óskarsdóttir KFR-Valkyrjum er með hæsta meðaltal deildarinnar 181,8 að meðaltali í leik í 36 leikjum. Ástrós Pétursdóttir ÍR-Buff er með 175,7 og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT er með 175,5 báðar í 39 leikjum. Í keppninni um stigameistara deildarinnar er Ástrós búin að ná toppsætinu með 0,846 stig að meðaltali í leik, Elín kemur næst með 0,833 stig að meðaltali og þriðja er Dagný Edda Þórisdóttir KFR-Valkyrjum með 0,815 stig að meðaltali í leik. Linda Hrönn er með hæsta fellumeðaltalið 4,0 að meðaltali í leik, Elín er með 3,94 og Ástrós er með 3,87. Linda Hrönn á hæsta leikinn 246, Ástrós kemur næst með 244 og Elín er þriðja með 238. Guðný Gunnarsdóttir ÍR-TT á hæstu seríuna sem hún spilaði í síðustu umferð 650, Elína kemur næst með 643 og þriðja er Linda Hrönn með 611.

Sjá nánar stöðuna í deildinni

Í 14. umferð sem fer fram mánudaginn 18. febrúar mætast: ÍR-BK og ÍA, ÍFH-DK og ÍR-Buff, ÍR-KK og ÍR-TT og KFR-Afturgöngurnar og ÍR-N í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og KFR-Valkyrjur og KFR-Skutlurnar í Keiluhöllinni Egilshöll.

Nýjustu fréttirnar