Íslandsmót einstaklinga 2013 – Úrslit

Facebook
Twitter

Keppni í úrslitum Íslandsmóts einstaklinga í keilu fór fram í Keiluhöllinni í Egilshöll í kvöld.  Spiluð voru úrslit milli tveggja efstu keppendanna í karla- og kvennaflokki. Reglurnar eru þannig að keppanda í efsta sæti fyrir úrslitin nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en keppandinn í 2. sæti þarf að vinna þrjár viðureignir (3 stig). Jafnteflisviðureignir telja sem skipt viðureign (hálft stig á hvorn), ef enn er jafnt eftir 5 leiki þá ræður pinnafall. Sigurvegarinn fær titilinn Íslandsmeistari einstaklinga og ávinnur sér rétt til þátttöku á Evrópubikarmóti einstaklinga í keilu.

Í kvennaflokki kepptu Dagný Edda Þórisdóttir KFR og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR til úrslita. Dagný Edda vann fyrsta leikinn með 190 en Linda Hrönn spilaði 164. Dagný Edda vann annan leikinn með 171 pinna gegn 162 hjá Lindu Hrönn. Dagný Edda Þórisdóttir KFR er því Íslandsmeistari einstaklinga 2013 í kvennaflokki.

Í karlaflokki kepptu Hafþór Harðarson ÍR og Skúli Freyr Sigurðsson ÍA til úrslita. Skúli Freyr vann fyrsta leikinn með 216, en Hafþór spilaði 202. Hafþór vann annan leikinn með 251 gegn 246 hjá Skúla Frey og Hafþór tryggði sér að lokum titilinn með sigri í þriðja leiknum 219 gegn 198 hjá Skúla. Leikir í undanúrslitum og úrslitum karla

Nýjustu fréttirnar