Keppni í milliriðli lokið á Íslandsmóti einstaklinga

Facebook
Twitter

Dagný Edda Þórisdóttir KFR er komin í efsta sætið í kvennaflokki eftir keppni í milliriðli á Íslandsmóti einstaklinga í keilu. Aðstæður voru frekar erfiðar í Egilshöllinni í kvöld og mikið um tafir, auk þess sem spilað var á langri olíu á vinstri braut og stuttri olíu á hægri braut. Dagný Edda eina konan sem náði að spila yfir 1.100 við þessar aðstæður. Guðrún Soffía Guðmundsdóttir ÍR sem var í efsta sætinu eftir forkeppnina er í 2. sæti, Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR heldur 3. sætinu og Ragnheiður Þorgilsdóttir er aftur komin upp í 4. sætið.

Dagný Edda er nú í 1. sæti með samtals 3.340 pinna og 185,56 að meðaltali í 18 leikjum. Hún spilaði 1.108 eða 184,7 að meðaltali  í  kvöld og hefur 69 pinna forskot á Guðrúnu Soffíu sem spilaði 1.033 í dag og er með samtals 3.271 pinna í 2. sæti eða 181,72 að meðaltali. Linda Hrönn spilaði 1.024 í kvöld er með samtals 3.208 eða 178,22 að meðaltali og er 63 pinnum á eftir Guðrúnu Soffíu. Ragnheiður spilaði 1.038 í kvöld og komst aftur upp í 4. sætið og er nú með samtals 3.117 eða 173,17 að meðaltali. Guðný Gunnarsdóttir ÍR er í 5. sæti spilaði með samtals 3.81 eða 171,17 að meðaltali. Ragna Guðrún Magnúsdóttir KFR er komin í 6. sætið með samtals 3.044, Ástrós Pétursdóttir ÍR er í 7. sæti með 3.023  og Hafdís Pála Jónasdóttir KFR var síðustu áfram í undanúrslitin og er í 8. sæti með 2.947 pinna. Jóna Gunnarsdóttir KFR mátti hins vegar sætta sig við 9. sætið aðeins 3 pinnum á eftir Hafdísi Pálu, en auk hennar féllu Sigríður Klemensdóttir ÍR, Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR og Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR úr keppni eftir milliriðilinn. Staðan  eftir milliriðil í kvennaflokki

Keppni í undanúrslitum fer fram í Egilshöllinni á morgun, þriðjudaginn 5. febrúar og hefst kl. 19:00. Þar keppa 8 efstu karlarnir og efstu 8 konurnar einfalda umferð allir við alla með bónusstigum fyrir unninn leik. Áfram verður spilað í löngum olíuburði á vinstri braut og stuttum olíuburði á hægri braut. Verð í undanúrslitin er kr. 5.500.

Efstu keppendurnir í hvorum flokki keppa síðan til úrslita um titilinn Íslandsmeistari einstaklinga og ávinna sér einnig keppnisrétt á Evrópubikarmóti einstaklinga ECC2013 sem haldið verður í Bratislava í Slóvakíu dagana 21. – 28 október 2013

Sjá nánar í auglýsingu og reglugerð um Íslandsmót einstaklinga Stutti olíuburðurinn í mótinu er 36 fet Järven og langi olíuburðurinn er 44 fet Älgen.

Mynd af keppendum í undanúrslitum, Dagný Edda Þórisdóttir, Hafdís Pála Jónasdóttir, Guðný Gunnarsdóttir, Ástrós Pétursdóttir, Guðrún Soffía Guðmundsdóttir, Ragnheiður Þorgilsdóttir, Linda Hrönn Magnúsdóttir og Ragna Guðrún Magnúsdóttir.

Staðan eftir forkeppni í kvennaflokki

Nýjustu fréttirnar