Áríðandi tilkynning frá mótanefnd KLÍ vegna breytinga á dagskrá.
Breytingar hafa verið gerðar tveimur síðustu umferðum og úrslitakeppni Íslandsmóts liða, úrslitum Íslandsmóts unglngaliða, 5. umferð Meistarakeppni ungmenna, 3. umferð AMF mótaraðarinnar, úrslitum Utandeildar, 4. liða úrslitum og úrslitum Bikarkeppni liða.
Helstu ástæður þessara breytinga eru þátttaka unglingalandsliðs á Evrópumóti unglinga og til að uppfylla það ákvæði reglugerðar KLÍ um Íslandsmót liða að tvær síðustu umferðir deildarkeppninnar fari fram á sama tíma. Síðsta umferðin í öllum deildum mun því fara fram laugardaginn 13. apríl kl. 15:30 og verður það tilvalið tækifæri fyrir keilara að fagna lokunum saman.
Helstu breytingar eru eftirtaldar:
- 3. umferð AMF mótaraðarinnar fer fram dagana 17. – 21. apríl.
- 4. liða úrslit Bikarkeppni liða fara fram þriðjudaginn 2. apríl kl. 19:00
- Úrslit Deildarbikars liða fara fram í Keiluhöllinni Egilshöll miðvikudaginn 3. apríl kl. 19:00
- 5. umferð Meistarakeppni ungmenna fer fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð laugardaginn 6. apríl kl. 9:00
- 17. umferð 1. deildar kvenna fer fram mánudaginn 8. apríl kl. 19:00 og 18. og síðasta umferðin fer fram laugardaginn 13. apríl kl. 15:30
- 17. umferð 1. deildar karla fer fram sunnudaginn 7. apríl kl. 13:00 og þriðjudaginn 9. apríl kl. 19:00 og 18. og síðasta umferðin fer fram laugardaginn 13. apríl kl. 15:30
- 20. umferð A riðils 2. deildar karla fer fram laugardaginn 6.apríl kl. 16:30 og mánudaginn 8. apríl kl. 19:00 og 21. og síðasta umferðin fer fram laugardaginn 13. apríl kl. 15:30
- 20. umferð B riðils 2. deildar karla fer fram sunnudaginn 7.apríl kl. 16:00 og þriðjudaginn 9. apríl kl. 19:00 og 21. og síðasta umferðin fer fram laugardaginn 13. apríl kl. 15:30
- Úrslitakeppni í deildum hefst mánudaginn 22. apríl kl. 19:00
- Úrslit á Íslandsmót unglingaliða fara fram í Keiluhöllinni Egilshöll laugardaginn 27. apríl kl. 9:00
- 4. umferð Íslandsmóts félaga fer fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð fimmtudaginn 2. maí kl. 19:00
- Úrslit Utandeildar KLÍ fara fram í Keilhöllinni Egilshöll laugardaginn 4. maí kl. 11:00
- Úrslit Bikarkeppni liða fara fram í Keiluhöllinni Egilshöll laugardaginn 4. maí kl. 12:00 og Árshátíð KLÍ verður haldin í Rúbín Öskjuhlíð sama kvöld
Sjá nánar í dagskrá
Mótanefnd KLÍ