Keppni í 8 liða úrslitum Bikarkeppni KLÍ fór fram í gærkvöldi þriðjudaginn 29. janúar.
Það verða ÍR-TT, ÍR-BK, KFR-Afturgöngurnar og KFR-Valkyrjur sem keppa í 4 liða úrslitum Bikarsins í kvennaflokki og ÍR-KLS, ÍA, ÍA-W og ÍR-L í karlaflokki. 4. liða úrslit Bikarsins fara fram þriðjudaginn 2. apríl n.k.
Í karlaflokki tóku bikarmeistarar ÍR-KLS á móti KR-C í Egilshöllinni og unnu leikinn 3 – 0. Í Keilusalnum á Akranesi unnu Skagamenn í ÍA lið KFR-Lærlinga 3 -1. Í Keiluhöllinni Öskjuhlíð tóku KFR-Þrestir á móti ÍA-W og máttu sætta sig við tap 1 – 3, en ÍR-L vann ÍR-Keila.is með nokkrum yfirburðum 3 – 0.
Í kvennaflokki tóku bikarmeistarnir ÍR-TT á móti ÍA og unnu leikinn örugglega 3 – 0. Í Öskjuhlíðinni fóru fram þrír leikir. ÍR-BK tók á móti ÍR-Buff og eftir tap í fyrsta fyrsta í fyrsta leiknum tryggðu þær sér sigur í viðureigninni 3 – 1. Viðureign KFR-Afturganganna og ÍFH-DK fór einnig í 4 leiki þar sem Afturgöngurnar töpuðu 3 leiknum með 1 pinna, en sigruðu viðureignina 3 – 1. KFR-Valkyrjur unnu ÍR-KK örugglega 3 – 0. Sjá nánar