Á mánudaginn 28. janúar lauk keppni í 15. umferð í báðum riðlum 2. deild karla á Íslandsmóti liða í keilu.
KR-B er með örugga forystu í B riðli deildarinnar með 253 stig og 73 stigum meira en ÍR-Blikk sem koma næstir með 180 stig. ÍR-NAS er í 3. sæti með 170 stig og síðan kemur ÍR-T í 4. sæti með 141,5 stig. Í A riðli eru ÍR-Broskarlar komnir í efsta sætið með 217 stig, ÍR-Naddóður er í 2. sæti með 201 stig og Akureyringarnir í Þór eru í 3. sæti með 191 stig og leik til góða á móti KFR-KP-G úr 13. umferð, en hann á að fara fram sunnudaginn 10. febrúar 2013 kl. 15:00. ÍR-A er síðan í 4. sæti með 186 stig.
Stefán Þór Jónsson ÍR-Broskörlum er með hæsta meðaltal í deildinni eða 188,8 að meðaltali í leik í 24 leikjum. Sigurður Valur Sverrisson KFR-Þröstum kemur næstur með 186,5 að meðaltali í leik að loknum 18 leikjum og Bragi Már Bragason KR-B er síðan með þriðja hæsta meðaltalið eins og er með 178,9 að meðaltali í 33 leikjum. Ingi Már Gunnarsson ÍR-Naddóði er efstur í stigakeppninni með 0,867 unnin stig að meðaltali í leik, Ólafur Guðmundsson KR-B kemur næstur með 0,829 stig að meðaltali og síðan kemur Bragi Már Bragason með 0.818. Sjá stöðuna í deildunum
Í næstu viku verður hlé á keppni í deildum vegna Íslandsmóts einstaklinga, en í 16. umferð taka Þórsarar á móti KFR-B í Keilunni á Akureyri laugardaginn 9. febrúar og leika síðan á móti KFR-KP-G sunnudaginn 10. febrúar. Á Skaganum tekur ÍA-B á móti ÍR-T sunnudaginn 10. febrúar og mánudaginn 11. febrúar mætast ÍFH-A og ÍR-Broskarlar, KFR-KP-G og ÍR-Naddóður, ÍR-Keila.is og ÍR-A og fara allir leikirnir fram í Öskjuhlíðinni. Sjá nánar dagskrá
Bragi er ansi hugsi yfir stöðunni eins og sjá má á þessari mynd