Keilumót RIG 2013 – Úrslit

Facebook
Twitter

Joline Person-Planefors er RIG Meistari ársins 2013. Robert Andersson var í 2. sæti, Rebecka Larsen í 3. sæti og Hafþór Harðarson ÍR í 4. sæti.

Bestum árangri kvenna í mótinu náði Joline Person-Planefors sigurvegari mótsins og bestum árangri karla náði Robert Andersson sem hafnaði í 2. sæti.

Til úrslita kepptu fjórir efstu keppendurnir, Joline Person-Planefors, Rebecka Larsen, Hafþór Harðarson ÍR og Robert Andersson.

Úrslitakeppnin hófst á leik milli Roberts Andersson sem var í 4. sætinu að loknum undanúrslitunum og Hafþórs Harðarsonar ÍR sem var í 3. sæti og lauk þeim leik með sigri Roberts 240 á móti 188 hjá Hafþóri.

Í næsta leik fengum við að sjá tvo af þeim allra bestu úrslitaleikjum sem völ er á, þegar Robert Andersson spilaði 299 á móti 284 með forgjöf hjá Rebecka Larsen.

Úrslitin í síðasti leiknum á milli Joline Persson-Planefors og Roberts Andersson réðust einnig í síðasta skoti þegar Joline Person-Planefors vann Robert Andersson í úrslitunum með tveimur pinnum með 226 með forgjöf á móti 224 leik hjá Robert.
 

Nýjustu fréttirnar