Staðan í 1. deild kvenna

Facebook
Twitter

KFR-Afturgöngurnar eru í efsta sæti 1. deildar kvenna með 142 stig, að loknum 9 umferðum og þegar keppnistímabilið er hálfnað. KFR-Valkyrjur eru í öðru sæti með 133 stig, Íslandsmeistararnir ÍR-TT eru í þriðja sæti með 129 stig og deildarmeistararnir ÍR-Buff eru í fjórða sæti með 109,5 stig. Lið ÍR-BK sem lengi var í toppbaráttunni kemur síðan í fimmta sæti með 100 stig. Þessi fimm lið eru komin með nokkuð forskot á næstu lið og því verður erfitt fyrir önnur lið að blanda sér í keppnina um sæti í úrslitakeppninni úr þessu, sjá nánar

Nú verður skipt um olíuburð og spilað í 42 fet Björnen á seinni hluta keppnistímabilsins.

Elín Óskarsdóttir KFR-Valkyrjum er enn með hæsta meðaltal deildarinnar 185,79 að meðaltali í leik. Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT kemur næst með 177,63 og Ástrós Pétursdóttir ÍR-Buff er þriðja með 176,11 að meðaltali. Í keppninni um stigameistara deildarinnar eru Jóna Gunnarsdóttir og Ragna Matthíasdóttir úr KFR-Afturgöngunum efstar, Jóna með 0,852 stig að meðaltali í leikog Ragna með 0,833 stig og þriðja er Elín Óskarsdóttir KFR-Valkyrjum einnig með 0,833 stig að meðaltali í leik. Sjá nánar stöðuna í 1. deild kvenna.

Í 10. umferð sem fer fram mánudaginn 7. janúar mætast ÍR-TT og ÍR-Buff, KFR-Valkyrjur og ÍFH-DK í Egilshöllinni, en í Öskjuhlíðinni mætar ÍR-KK og ÍR-BK, KFR-Afturgöngurnar og KFR-Skutlurnar og ÍR-N og ÍA.

Nýjustu fréttirnar