Breytingar/frestanir á leikjum

Facebook
Twitter

 Mótanefnd KLÍ hefur tilkynnt eftirfarandi breytingar/frestanir á leikjum á Íslandsmóti liða:

Leik ÍR-Blikk og KR-B í 11. umferð B riðils 2. deildar karla, sem fara átti fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð mánudaginn 17. desember, hefur verið frestað að beiðni ÍR-Blikk. Leikurinn hefur verið settur á mánudaginn 7. janúar n.k.
Leik Þórs og ÍR-Naddóðs úr 7. umferð A riðils 2. deildar karla sem fara átti fram í Keilunni á Akureyri laugardaginn 24. nóvember s.l. 
hefur verið frestað aftur að beiðni ÍR-Naddóðs og verður hann spilaður laugardaginn 12. janúar 2013 kl. 10:00.
Leik Þórs og KFR-KP-G í 13. umferð sem fara átti fram laugardaginn 12. janúar n.k. hefur verið frestað að beiðni KFR-KP-G. Nýr leikdagur hefur verið ákveðin sunnudaginn 10. febrúar 2013 kl. 15:00.

Sjá nánar í dagskrá

Nýjustu fréttirnar