Arnar Davíð Noregsmeistari 2012.

Facebook
Twitter

Um helgina varð Arnar Davíð Noregsmeistari U23. Hann spilaði frábærlega og voru leikirnir hans í forkeppninni 237-242-204-208-181-223 og heildin 1295 pinnar eða 216 í meðaltal, eftir forkeppnina var hann í 6 sæti. Þá spiluðu 16 efstu í milliriðli og voru leikirnir hans þar 226-212-259-259 204 164 og heildin 1324 eða 218 í meðaltal.  
Eftir milliriðilinn fóru 8 leikmenn í úrslit þar sem það var spilað maður á mann 7 leikir og sá sem var efstur eftir það varð Noregsmeistari.
Arnar gerði enn betur í úrslitunum og spilaði 215-246-202-256-229-277-179 sem gerir 230 í meðaltal og var heildarskor hans í mótinu 4223 og var hann með 222 í meðaltal.

Glæsilegur árangur og til hamingju Arnar.

 Sjá einnig fréttir á heimasíðu Norska keilusambandsins http://www.bowling.no/nyheter/?id=20312

Nýjustu fréttirnar