Ástrós Pétursdóttir og Hafþór Harðarson, bæði úr ÍR, tryggðu sér í morgun Bikarmeistaratitla einstaklinga í Sjóvá mótinu í keilu með glæsilegri spilamennsku í 8 manna úrslitum, undanúrslitum og úrslitunum sem fóru fram í Keiluhöllinni í Egilshöll í morgun.
Í 2. sæti voru þau Sigurlaugu Jakobsdóttur ÍR og Sigubjörn Stefán Vilhjálmsson KR.
Ástrós hlaut einnig viðurkenningar fyrir hæsta leik kvenna í mótinu 269 sem hún spilaði í 8 manna úrslitum og jafnfram hæstu seríu kvenna í mótinu 742 sem hún spilaði í úrslitunum sem hvoru tveggja fór fram í morgun.
Arnar Sæbergsson ÍR hlaut viðurkenningar fyrir hæsta leik karla í mótinu 300 og hæstu seríu karla í mótinu 822 sem jafnframt var nýtt og glæsilegt Íslandsmet.
Sjá úrslit leikja í 8 manna úrslitum, undanúrslitum og úrslitum kvenna
Sjá úrslit leikja í 8 manna úrslitum, undanúrslitum og úrslitum karla