Sjóvá mótið, 16 manna úrslit karla og kvenna

Facebook
Twitter

Keppni á Sjóvá mótinu, bikarkeppni einstaklinga í keilu fer fram í Egilshöll dagana 12. – 18. nóvember 2012.

Í dag laugardag 17. nóvember fór fram keppni í 16 manna úrslitum karla og kvenna. Spilamennska var góð og m.a. spilaði Hafþór Harðarson ÍR tvo 279 leiki og samtals 780 í þremur leikjum og Dagný Edda Þórisdóttir spilaði 246 leik og 654 seríu. Sjá leiki í 16 manna úrslitum karla og 16 manna úrslitum kvenna.

Á morgun, sunnudag 18. nóvember verður síðan keppt í 8 manna, undanúrslitum og úrslitum karla og kvenna og hefst keppni í 8 manna úrslitum kl. 9:00.

Í 8 manna úrslitum kvenna keppa Herdís Gunnarsdóttir ÍR og Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR, Laufey Sigurðardóttir ÍR og Helga Sigurðardóttir KFR, Guðrún Soffía Guðmundsdóttir ÍR og Karen Lynn Thorsteinsson KFR, Dagný Edda Þórisdóttir KFR og Ástrós Pétursdóttir ÍR. Sjá brautaskipan í 8 manna úrslitum kvenna.

Í 8 manna úrslitum karla keppa Björn Birgisson KFR og Ingi Geir Sveinsson ÍA, Guðlaugur Valgeirsson KFR og Hafþór Harðarson ÍR, Stefán Claessen ÍR og Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson KR, Björn Kristinsson KR og Sveinn Þrastarson KFR. Sjá brautaskipan í 8 manna úrslitum karla

Þátttökugjald fyrir hverja umferð er 2.500 kr. þar til komið er að undanúrslitum.Olíuburður í mótinu er Kegel High Street 44 fet. Sjá einnig breytta auglýsingu og fylgist með á heimasíðu Keiludeildar ÍR

Mótanefnd Keiludeildar ÍR

Skor úr fyrri umferðum:
128 manna úrslit karla
64 manna úrslit karla
32 manna úrslit karla
32 manna úrslit kvenna

16 manna úrslitum karla
16 manna úrslitum kvenna

Dagskráin mótsins er:
Mánudagur 12. nóvember kl.19:00         128 manna úrslit karla
Þriðjudagur 13. nóvember kl.19:00         128 manna úrslit karla
Miðvikudagur 14. nóvember kl. 19:00      64 manna úrslit kvenna
Fimmtudagur 15. nóvember kl. 17:30      32 manna úrslit kvenna
Fimmtudagur 15. nóvember kl. 19:00      64 manna úrslit karla
Föstudagur 16. nóvember kl. 18:00        32 manna úrslit karla
Laugardagur 17. nóvember kl. 10:00      16 manna úrslit karla
Laugardagur 17. nóvember kl. 11:00      16 manna úrslit kvenna
Sunnudagur 18. nóvember kl. 9:00          8 manna úrslit karla og kvenna
Sunnudagur 18. nóvember kl. 10:00        4 manna úrslit karla og kvenna
Sunnudagur 18. nóvember kl. 11:00         Úrslit karla og kvenna
 

Nýjustu fréttirnar