Íslandsmót félaga – Staðan eftir 2. umferð

Facebook
Twitter

Önnur umferð Íslandsmóts félaga fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll mánudaginn 5. nóvember.

Miklar breytingar hafa orðið í toppbaráttunni í Opna flokknum og er ÍA komið í efsta sætið með 87 stig. KFR-Konur og ÍR-Konur hafa haft sætaskipti og KFR-Konur eru nú í 2. sæti með 85,5 stig, en ÍR-Konur í 3. sæti með 83,5 stig. KFR-Karlar sem voru í efsta sætinu koma síðan í 4. sæti með 77 stig.

Í kvennaflokknum halda ÍR-Konur efsta sætinu með 27 stig, tveimur stigum meira en KFR-Konur sem eru með 25 stig. ÍFH-Konur koma síðan í 3. sæti með 2 stig. Sjá nánar félagakeppni
 

Nýjustu fréttirnar