Dregið verður í 16 liða úrslit karla í Bikarkeppni KLÍ áður en keppni hefst í Íslandsmóti félaga sem fram fer í Keiluhöllinni Egilshöllinni mánudaginn 5. nóvember. 16 liða úrslitin fara fram þriðjudaginn 4. desember n.k. Auk karlaliðanna keppa þar KFR-Valkyrjur gegn KFR-Skutlunum í Keiluhöllinni Egilshöll.
