Í morgun fór fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð úrslitakeppni í fyrsta AMF móti vetrarins. Sigurvegari var Guðlaugur Valgeirsson KFR sem sigraði Magnús Magnússon ÍR í úrslitaleikjunum. Guðlaugur spilaði sig upp úr 6. sætinu og var efstur eftir undanúrslitin, en Magnús sem var í 10. sæti eftir forkeppnina spilaði sig upp í annað sætið. Einar Már Björnsson ÍR sem kom fjórði inn í úrslitakeppnina var síðan í 3. sæti.
Dregið í bikar 8 liða, leikið 26.01.2025
Dregið hefur verið í 8 liða úrslitum í bikar. Viðureignirnar