Nú hafa allir karlarnir spilað 16 leiki af 24 í forkeppninni á Evrópubikarmóti einstaklinga ECC 2012. Hafþór Harðarson er ennþá í 15. sæti með samtals 3.171 pinna, eða 198,19 að meðaltali í leik. Leikir Hafþórs í dag voru 191, 196, 197, 200, 189, 203, 191 og 193 eða samtals 1.560. Jafnir leikir, en vantar háu leikina inn til að tryggja sig áfram í úrslitin.
James Gruffman Svíþjóð er langefstur í karlaflokki með 3.859 pinna eða 241,19 að meðaltali í leik. Næstur kemur Yoan Alix Frakklandi með 3.498 pinna og 218,62 að meðaltali og þriðji er Mads Sandsbækken Noregi með 3.496 pinna og 218,5 að meðaltali í leik. Hafþór kemur síðan eins og áður segir í 15 sæti og vantar 187 pinna upp á 8 sætið sem er síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.
Keppni í kvennaflokki er ekki lokið en úrslit verða skráð við fyrsta tækifæri.
Hafþór spilar síðustu 8 leikina í forkeppninni á morgun laugardaginn 20. október kl 18:00 að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma. Þá verður spilað í blönduðum olíuburði. Úrslitakeppnin hefst síðan sunnudaginn 21. október kl. 9:00 að staðartíma eða kl. 7:00 að íslenskum tíma.
Sjá nánar heimasíðu mótsins og Facebook síðuna