Breytingar/frestanir leikja á Íslandsmóti liða

Facebook
Twitter

Mótanefnd KLÍ hefur tilkynnt eftirfarandi breytingar/frestanir á leikjum á Íslandsmóti liða:
Frestaður leikur ÍR-PLS og ÍR-L úr 2. umferð 1. deildar karla hefur verið settur á miðvikudaginn 10. október kl. 20:00 í Egilshöll.
Leik ÍR-PLS og KFR-Lærlinga í 4. umferð 1. deildar karla sem fara átti fram í Keiluhöllinni Egilshöll þriðjudaginn 16. október n.k. hefur verið frestað vegna þátttöku Hafþórs Harðarsonar í móti á vegum KLÍ. Nýr leikdagur hefur ekki verið ákveðinn.

Leik KFR-Skutlanna og KFR-Valkyrja í 5. umferð 1. deildar kvenna sem fara átti fram í Keiluhöllinni Egilshöll mánudaginn 22. október n.k. var frestað að beiðni KFR-Skutlanna. Ákvörðun um nýjan leikdag hefur ekki verið tekin.
Leikur KFA-ÍA og KFR-Valkyrja í 7. umferð 1. deildar kvenna sem átti að fara fram í Keilusalnum á Akranesi sunnudaginn 18. nóvember var fluttur til sunnudagsins 11. nóvember kl. 13:00 að beiðni Valkyrjanna.

Nýjustu fréttirnar