HafÞór Harðarson og Einar Már Björnsson úr ÍR eru Íslandsmeistarar í tvímenningi 2012. Þeir sigruðu Þorleif Jón Hreiðarsson ÍA og Björn Birgisson KFR með nokkrum yfirburðum í úrslitunum 2 – 0 með 396 gegn 319 og 426 á móti 340. Í þriðja sæti voru Guðmundur Sigurðsson og Skúli Freyr Sigurðsson úr ÍA. Sjá úrslitaleiki
Staðan að loknum undanúrslitunum var sú að Hafþór og Einar Már voru í efsta sæti með nokkra yfirburði eða 5.129 pinna. Keppnin um annað sætið í úrslitum var hins vegar hörð. Þorleifur og Björn enduðu í öðru sæti með 5.053 pinna, en aðeins munaði fimm pinnum á þeim og Guðmundi og Skúla Frey sem urðu í þriðja sæti með 5.048 pinnna. Fimm pinnum á eftir þeim komu síðan meistarar síðasta árs þeir Róbert Dan Sigurðsson ÍR og Steinþór Geirdal Jóhannsson KFR með 5.043 pinna. Í fimmta sæti urðu Ingi Geir Sveinsson og Kristján Þórðarson úr ÍA með 4.984 og Guðný Gunnarsdóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir úr ÍR höfnuðu í sjötta sæti með 4.898 pinna.
Staðan eftir milliriðil og forkeppni