Þegar keppni í milliriðli er lokið á Íslandsmóti í tvímenningi 2012 eru Hafþór Harðarson og Einar Már Björnsson úr ÍR efstir með 3.136 pinna. Í öðru sæti eru Þorleifur Jón Hreiðarsson KFA og Björn Birgisson KFR með 3.061 pinna.
Í næstu sætum koma Skagamennirnir Guðmundur Sigurðsson og Skúli Freyr Sigurðsson með 3.054 pinna og Ingi Geir Sveinsson og Kristján Þórðarson með 3.013 pinna. Í fimmta sæti eru ÍR ingarnir Guðný Gunnarsdóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir með 3.001 pinna og síðastir inn í undanúrslitin voru meistarar síðasta árs Róbert Dan Sigurðsson ÍR og Steinþór Geirdal Jóhannsson KFR með 2.991 pinna, en aðeins 6 pinnum munaði á þeim og Þórði Erni Reynissyni og Guðlaugi Valgeirssyni úr KFR sem urðu að sætta sig við sjöunda sætið. Alls tóku 10 tvímenningar þátt í mótinu. Sjá skor eftir milliriðil og forkeppni .
Keppni í undanúrslitum hefst á morgun sunnudag 7. október kl. 8:00 í Keiluhöllinni Egilshöll og þá spila allir við alla einfalda umferð. Tveir efstu tvímenningarnir að loknum undanúrslitum keppa síðan í úrslitum sem verða spiluð strax á eftir. Sjá nánar í auglýsingu