Þegar tveimur umferðum er lokið í 1. deild kvenna eru KFR-Afturgöngurnar efstar með 35 stig, KFR-Valkyrjur fylgja þeim fast á eftir með 31 stig, ÍR-TT eru í þriðja sæti með 24 stig og ÍR-BK eru í fjórða sæti með 22 stig.
Úrslit leikja í 2. umferðinni voru þannig að lið KFA-ÍA og ÍR-KK skildu jöfn 10 – 10 á Skaganum og ÍR-BK tóku 7 stig á móti KFR-Valkyrjum í Öskjuhlíðinni. Í Egilshöllinni tóku KFR-Skutlurnar 16,5 stig á móti 3,5 hjá ÍFH-DK, ÍR-Buff töpuðu 3 – 17 á móti KFR-Afturgöngunum á heimavelli og ÍR-TT tóku 19 stig af ÍR-N sem náðu 1 stigi. Sjá nánar
Frestaður leikur ÍR-Buff og ÍR-TT úr 1. umferð fór fram í Egilshöllinni miðvikudaginn 26. september kl. 19:00 og lauk með sigri ÍR-Buff 15 – 5.