Keilusamband Íslands mun standa fyrir liðakeppni „utandeilda“ í keilu eins og undanfarin ár. Skráning og upplýsingar á [email protected] fyrir 28. september n.k. Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur sem fyrst þar sem aðeins kemst takmarkaður fjöldi liða að. Nánari upplýsingar um keppnisfyrirkomulag og í auglýsingu
Keppnin hefst í október og verður með svipuðu fyrirkomulagi og áður. Kostnaður fyrir utandeildina verður nú í ár 59.000 sem er kostnaður fyrir skráningu og 5 umferðir. Úrslitakeppnin er innifalin en þar komast 2 efstu lið úr hverjum riðli. Leikið verður í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð á fimmtudögum 1x sinni í mánuði, nema desember og úrslitakeppnin fer fram í apríl. Sjá nánar í auglýsingu
Í Utandeild KLÍ verður olíuburðurinn Weber cup 2007 sem er 41 Fet, sjá nánar
Utandeildin er í umsjón landsliðsnefndar KLÍ, netfang [email protected]