Íslandsmót í tvímenningi 2012 fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll laugardaginn 6. og sunnudaginn 7. október n.k. og hefst keppni kl. 8:00 báða dagana. Skráning er á netinu og lýkur miðvikudaginn 3. október kl. 22:00. Sjá nánar í auglýsingu
Keppt verður í Keiluhöllinni Egilshöll. Byrjað er á að spila 4 leiki í forkeppni sem hefst kl. 8:00 laugardaginn 6. október. Verð í forkeppnina er 6.500 kr. pr. tvímenning. Að því loknu komast 10 efstu tvímenningarnir áfram í milliriðil og hefst keppni í milliriðli kl. 10:00 á laugardeginum. Verð í milliriðil er kr. 6.000 pr. tvímenning. Í milliriðlinum verða spilaðir 4 leikir og komast 6 efstu tvímenningarnar að því loknu áfram í undanúrslit sem hefjast á sunnudegi 7. október kl. 8:00. Verð í undanúrslitin er kr. 6.500 pr. tvímenning. Tveir efstu tvímenningarnir að loknum undanúrslitum keppa síðan í úrslitum sem verða spiluð strax á eftir. Olíuburður í mótinu verður 40 fet Vargen og 44 fet Algen og verður spilað í tveimur olíuburðum í einu allt mótið, lengri á vinstri braut og styttri á þeirri hægri. Skráning verður á netinu og lýkur miðvikudaginn 3. október kl. 22:00. Vinsamlega skráið báða aðilana með bandstriki á milli nafna, dæmi Jón Jónsson – Jón Jónsson. Sjá nánar í auglýsingu
Íslandsmeistarar í tvímenningi 2011 voru Róbert Dan Sigurðsson ÍR og Steinþór Geirdal Jóhannsson KFR.