Hafþór Harðarson ÍR verður fulltrúi Íslands á fyrsta Heimsmeistaramóti einstaklinga í keilu (1st World Singles Championsship) sem fer fram í borginni Limasol á Kýpur dagana 18. – 26. september n.k. Hörður Ingi Jóhannsson er fararstjóri og þjálfari. Keppnin hefst á fimmtudaginn 20. september og hægt verður að fylgjast með á heimasíðu mótsins og Facebook síðunni.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu