1. umferð Íslandsmóts liða

Facebook
Twitter

Í 1. umferð 1. deildar karla fóru leikirnir þannig að KFR-Lærlingar unnu KR-C 15 – 5, KFR-Stormsveitin tók eitt stig á móti KFA-ÍA sem fékk því 19 stig, KFR-JP-Kast tók 5,5 stig á móti 14,5 hjá KFA-ÍA-W og ÍR-L tók 3 stig á móti 17 stigum hjá ÍR-KLS. Leik KR-A og ÍR-PLS var frestað aðbeiðni ÍR-PLS og hefur nýr leiktími ekki verið ákveðinn.

 

Í B-riðli 2. deildar karla fóru leikar þannig að ÍR-NAS vann KFA-ÍA-B 13 – 7, ÍR-T vann ÍFH-D 15- 5, ÍR-Blikk vann ÍR-G 18 – 2 og KR-B vann KFR-Þrestina 19 – 1.

Í 1. deild kvenna fóru leikirnir þannig í 1. umferðinni að KFA-ÍA tapaði 4 – 16 fyrir ÍR-N á heimavelli og í Egilshöllinni unnu KFR-Afturgöngurnar KFR Skutlurnar 18-2. Í Öskjuhlíðinni unnu ÍR-BK ÍR-KK 15 – 5 og leikur ÍFH-DK og KFR-Valkyrja fór 2 – 18.

Leikur ÍR-Buff og ÍR-TT úr 1. umferð hefur samkvæmt ákvörðun mótanefndar verið settur á miðvikudaginn 26. september n.k. kl. 19:00 og verður spilaður í Egilshöll.

Í A-riðli 2. deildar karla fóru leikar þannig í Öskjuhlíðinni að ÍR-Naddóður vann ÍFH-A 18 – 2 og leikur KFR-KP-G á móti ÍR-Keila.is fór 12 – 8 og í Egilshöll tapaði KFR-B á móti ÍR-A 2 – 18.

Hér má sjá úrslit úr 1. umferðinni.

 

 

 

Nýjustu fréttirnar