Hafþór með fyrsta 300 leikinn í Egilshöll

Facebook
Twitter

Það tók ekki langan tíma að fá fyrsta 300 leikinn í Egilshöllinni, en Hafþór Harðarson spilaði 300 í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins með forgjöf í morgun.  Reykjavíkurmótið er fyrsta mótið sem haldið er í Keiluhöllinni í Egilshöll og þetta er jafnfram fyrsti 300 leikurinn í Reykjavíkurmóti í keilu. Frábær árangur og gott veganesti fyrir Hafþór, en hann mun taka þátt í Heimsmeistaramóti einstaklinga sem haldið verður á Kýpur 18. til 26. september.

Nýjustu fréttirnar