Æfingakort fyrir keilara

Facebook
Twitter

Keilusamband Íslands og Keiluhöllin hafa samið um tvenns konar æfingakort fyrir keilara sem gilda bæði í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og Keiluhöllinni Egilshöll.

 

Silfurkort er árskort sem kostar kr. 55.000 og gildir alla virka daga frá kl. 11:00 – 18:00 og síðan frá  kl. 21:30 þar til sölunum er lokað. Silfurkortið er með víkjandi rétti og ekki er hægt að panta brautir fyrirfram.

Gullkort er árskort sem kostar kr. 65.000 og gildir alla daga vikunnar á opnunartíma salanna, nema þegar diskókeilan er í gangi. Gullkortið er einnig með víkjandi rétti og ekki er hægt að panta brautir fyrirfram.

Pantanir fyrir kortin eru á netinu og keilarar þurfa síðan semja um greiðslur kortanna við sín félög. Gefin verða út sérstök kort með nafni og mynd keilara, en þangað til verður listi yfir þá sem hafa skráð sig í keilusölunum.

Nýjustu fréttirnar