ÍR-TT og KFR-Lærlingar tryggðu sér í kvöld sigur í Meistarakeppni KLÍ 2012. ÍR-TT unnu KFR-Skutlurnar nokkuð örugglega með 1.948 pinnum gegn 1.824 og KFR-Lærlingar unnu ÍR-KLS með miklum yfirburðum, eða 2.335 pinnum gegn 2.100.
Hæstu seríur kvöldsins áttu þær Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT sem spilaði 546 og Ólafía Sigurbjörnsdóttir KFR-Skutlunum sem spilaði 506. En hjá körlunum voru það nýju liðsmennirnir í KFR-Lærlingunum sem áttu hæstu seríurnar. Þórður Örn Reynisson spilaði 620 og Guðlaugur Valgeirsson spilaði 594.