Þegar sex leikjum er lokið af forkeppninni á Reykjavíkurmóti einstaklinga 2012 er Ragna Matthíasdóttir KFR efst með 1.092 pinna, í öðru sæti er Guðrún Soffía Guðmundsdóttir ÍR með 1.075, í þriðja sæti er Ragna Guðrún Magnúsdóttir KFR með 1.055 og í fjórða sæti Helga Sigurðardóttir KFR með 1.030. Sjá meira
Guðlaugur Valgeirsson KFR, sem setti persónulegt met í morgun, leiðir hjá körlunum með 1.373 pinna, í öðru sæti er Hafþór Harðarson ÍR með 1.348, í þriðja sæti er Kristján Þórðarson KFA með 1.288 og í fjórða sæti er Þorleifur Jón Hreiðarsson KFA með 1.156. Sjá meira
Keppnin fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Á morgun sunnudag 9. september hefst keppni kl. 9:00 og verða þá spilaðir 3 leikir til viðbótar í forkepnninni. Að því loknu komast fjórir efstu keppendurnir úr karla- og kvennflokki áfram í úrslit sem verða spiluð strax á eftir.