Skráning liða í Utandeildina á næsta keppnistímabili er hafin. Nú er beðið staðfestingar frá liðum sem kepptu á síðasta tímabili, en síðan verður opnað fyrir almenna skráningu sem verður auglýst eftir helgina.
Keppnin hefst í október og verður með svipuðu fyrirkomulagi og í fyrra. Kostnaður fyrir utandeildina verður nú í ár 59.000 sem er kostnaður fyrir skráningu og 5 umferðir. Úrslitakeppnin er innifalin en þar komast 2 efstu lið úr hverjum riðli. Leikið verður í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð á fimmtudögum 1x sinni í mánuði nema desember og úrslitakeppnin fer fram í apríl.
Utandeildin er í umsjón landsliðsnefndar KLÍ, netfang [email protected].