Íslenskir keilarar munu taka þátt í nokkrum alþjóðlegum mótum á næstunni.
Hafþór Harðarson ÍR keppir fyrir Íslands hönd á fyrstu Heimsleikum einstaklinga í keilu (1st World Singles Championsship) sem haldnir verða í Limassol á Kýpur dagana 18. – 26. september n.k.
Hafþór mun einnig keppa á Evrópubikar landsmeistara (European Champions Cup) sem haldið verður í Haag í Hollandi dagana 15. – 22. október n.k. og fer Hörður Ingi Jóhannsson með honum á bæði mótin sem fararstjóri og þjálfari. Karen Rut Sigurðardóttir ÍR, sem ávann sér einnig rétt til þátttöku á því móti með því að tryggja sér Íslandsmeistarartitilinn í vor, mun ekki keppa á mótinu þar sem hún hefur ákveðið að taka sér frí frá keiluiðkun um einhvern tíma. Hafþór stefnir einnig á að keppa á Brunswick French Open sem haldið verður í Grand Quevilly í Frakklandi 25. – 28. október og World series of bowling sem fram fer í Las Vegas í Bandaríkjunum frá 31. október – 13. nóvember, auk þess að spila einhverja leiki með Pergamon í Svíþjóð.
Arnar Davíð Jónsson og Jón Ingi Ragnarsson sem búsettir eru í Noregi keppa í deildarkeppnum þar og taka einnig þátt í ýmsum öðrum mótum í Skandinaviu. Þeir munu ásamt Guðlaugi Valgeirssyni keppa á Norwegian Open 2012 sem haldið verður í Oslo 5. – 14. október n.k. en það mót er hluti af Evróputúrnum.
Valgeir Guðbjartsson mun sækja stjórnarfundi Evrópusambandsins (ETBF) í Barcelona í byrjun nóvember og halda síðan beint þaðan til Florence á Ítaliu þar sem hann verður aðstoðar- og eftirlitsmaður frá mótanefnd ETBF á 1st Florence International sem er nýtt mót á Evróputúrnum sem haldið verður dagana 3. -11 nóvember.
ÍR-ingarnir Guðný Gunnarsdóttir og Magnús Magnússon munu keppa á QubicaAMF World Cup sem haldið verður í Wroclaw í Póllandi dagana 24. nóvember – 2. desember n.k. og fer Sigríður Klemensdóttir með þeim sem fararstjóri og aðstoðarmaður.
Sjá nánar um mót erlendis á heimasíðu Evrópusambandsins (ETBF)undir Championship Calendar og Tournament Calendar.