Keppni á Reykjavíkurmót einstaklinga með forgjöf 2012 fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll laugardaginn 15. og sunnudaginn 16. september n.k. og hefst keppni kl. 9:00 báða dagana. Skráning í mótið verður á netinu til kl. 21:00 fimmtudaginn 13. september n.k. Sjá nánar í auglýsingu
Olíuburður í Reykjavíkurmótum einstaklinga verður 38 fet Raven
Keppt verður í Keiluhöllinni Egilshöll. Spilaðir verða 9 leikir í forkeppni, 6 leikir á laugardegi kl. 9:00 og 3 leikir á sunnudegi kl. 9:00 og komast fjórir efstu keppendurnir úr karla- og kvennflokki áfram í úrslit sem verða spiluð strax á eftir. Verð er kr. 4.000. Sjá nánar í auglýsingu
Reykjavíkurmeistarar með forgjöf 2011 voru þau Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR og Guðmundur Ingi Jónsson ÍR.