EMC 2012 Liðakeppnin hafin

Facebook
Twitter

Þegar fyrra hollið hefur spilað fyrstu þrjá leikina í liðakeppninni á Evrópumóti karla í keilu er íslenska liðið í 8. sæti með 2.816 pinna eða 187,73 að meðaltali í leik. Hafþór Harðarsson spilaði 577 seríu eða 192,33 að meðaltali, Arnar Davíð Jónsson spilaði 572 og 190,67, Magnús Magnússon spilaði 554 sem gerir 184,67, Jón Ingi Ragnarsson spilaði 525 eða 175 að meðaltali og Skúli Freyr Sigurðsson spilaði 588 eða 196 að meðaltali. Róbert Dan Sigurðsson spilaði 577 eða 192,33 að meðaltali. Sjá heimasíðu mótsins

Á morgun verður liðunum raðað í holl eftir stöðu þeirra í keppninni þannig að liðin í 18. efstu sætunum hefja keppni kl. 13:30 að staðartíma (kl. 11:30 að íslenskum tíma), en hin liðin hefja keppni kl. 8:00 að staðartíma (kl. 6:00 að íslenskum tíma).

Nýjustu fréttirnar