EMC 2012 Staðan eftir fyrstu sex leikina

Facebook
Twitter

Eftir fyrstu sex leikina í tvímenningskeppninni á Evrópumóti karla eru Hafþór Harðarson (1.204) og Arnar Davíð Jónsson (1.132) í 28. sæti með 2.336 pinna, eða 194,67 að meðaltali. Jón Ingi Ragnarsson (1.194) og Róbert Dan Sigurðsson (1.055) eru í 48. sæti með samtals 2.249 pinna og 187,42 að meðaltali og Magnús Magnússon (1.093) og Skúli Freyr Sigurðsson (1.110) eru í 59. sæti með samtals 2.203 pinna og 183,58 að meðaltali. Sjá nánar

Hafþór og Arnar Davíð hefja síðan keppni í seinni umferðinni í löngum olíuburði (44 fet) kl. 18:00 í kvöld að staðartíma (kl. 16:00 að íslenskum tíma). Jón Ingi og Róbert Dan spila kl. 9:00 (kl. 7:00) á morgun 20. ágúst og Magnús og Skúli Freyr kl. 13:30 (kl. 11:30). Sjá nánar

Að loknum fyrstu sex leikjunum í tvímenningskeppninni er England 1 Mike Quarry og John Wells í efsta sæti. Í öðru sæti er England 2 Matt Miller og Raymond Teece, í þriðja sæti er Danmörk 2 Carsten Hansen og Jimmy Mortensen og í fjórða sæti er Danmörk 1 Thomas Larsen og Mik Stampe.

Nýjustu fréttirnar