Á morgun laugardaginn 18. ágúst hefst keppni í tvímenningi á Evrópumóti karla í keilu EMC 2012. Hafþór Harðarson og Arnar Davíð Jónsson spila í holli 2 sem á að hefja keppni kl. 13:30 að staðartíma (kl. 11:30 að íslenskum tíma). Jón Ingi Ragnarsson og Róbert Dan Sigurðsson spila í holli 3 sem á að hefja keppni kl: 18:00 (kl. 16:00 að íslenskum tíma) og Magnús Magnússon og Skúli Freyr Sigurðsson spila í holli 4 sem hefur keppni kl. 9:00 sunnudaginn 19. ágúst (kl. 7:00 að íslenskum tíma).
Í tvímenningnum eru spilaðar tvær sex leikja umferðir. Fyrst sex leikir í miðlungs olíuburði (38 fet) og síðan sex leikir í löngum olíuburði (44 fet). Hægt er að fylgjast með keppninni á heimasíðu mótsins www.ecvienna.eu/
Tíminn í Austurríki er tveimur tímum á undan Íslandi, þannig að kl. 9:00 í Vín er kl. 7:00 á Íslandi.