Evrópumót karla í keilu, EMC 2012

Facebook
Twitter

Keppni á Evrópumót karla í keilu EMC 2012 fer fram i borginni Vín í Austurríki dagana 18. – 25. ágúst n.k. Fulltrúar Íslands eru Arnar Davíð Jónsson KFR, Hafþór Harðarson ÍR, Jón Ingi Ragnarsson KFR, Magnús Magnússon ÍR, Róbert Dan Sigurðsson ÍR og Skúli Freyr Sigurðsson KFA. Þjálfari liðsins og fararstjóri er Theódóra Ólafsdóttir. Óskum við þeim góðs gengis á mótinu.

Keppni á mótinu er með sama fyrirkomulagi og á Evrópumóti kvenna sem fór fram fyrr í sumar. Byrjað verður á keppni í tvímenningi, síðan tekur við þrímenningskeppni, þá er liðakeppni fimm manna liða og lokum er Meistarakeppni 24 efstu keppenda í að þeirri keppni lokinni. Að þessu sinni taka rúmlega 200 keppendur frá 34 löndum þátt í mótinu og að venju má búast við spennandi keppni. Heimasíða mótsins er www.ecvienna.eu/ og Facebook síðan er https://www.facebook.com/pages/EMCl-2012/108115825998296?ref=hl

Nýjustu fréttirnar