Íslenska piltaliðið endaði í 20. sæti

Facebook
Twitter

Íslenska piltaliðið endaði í 20. sæti af 42. í liðakeppninni á Heimsmeistaramóti ungmenna U21 2012 með 4.626 pinna alls í 6 leikjum. Arnar Davíð Jónsson spilaði best í liðakeppninni, 1.301 eða 216,83 að meðaltali í leik. Skúli Freyr Sigurðsson spilaði 1.196 eða 199,33 að meðaltali, Einar Sigurðsson spilaði 1.079 eða 179,83 að meðaltali og Guðlaugur Valgeirsson spilaði 1.049 eða 174,83 að meðaltali.

Með þessum góða endaspretti náði Arnar Davíð að vinna sig upp í 27. sætið í einstaklingskeppninni með samtals 3.685 pinna eða 204,72 að meðaltali eftir 18 leiki og var aðeins 36 pinnum frá því að tryggja sér sæti í keppni 24. efstu keppendanna. Skúli Freyr endaði í 84. sæti með 3.479 pinna og 193,28 að meðaltali, Guðlaugur hafnaði í 156. sæti með 3.205 og 178,06 og Einar varð í 173. sæti með 3.077 og 170,94.

Lið Bandaríkjanna sigraði tvöfalt í liðakeppninni og sigruðu lið Singapore í úrslitaleikjunum. Hjá piltunum urðu lið Svíþjóðar sem var í efsta sæti fyrir úrslitin og lið Þýskalands sem var í öðru sæti fyrir úrslitin að sætta sig við bronsið. En hjá stúlkunum urðu Kórea og England að sætta sig við bronsið.

Í einstaklingskeppni pilta (Masters Final) sigraði Daniel Fransson Svíþjóð Chis Via frá Bandaríkjunum í úrslitaleiknum og Sam Cooley Ástralíu og Marshall Kent Bandaríkjunum fengu bronsið. Hjá stúlkunum sigraði Hwang Yeon-Ju Kóreu Jacqueline J Sijore Malaysia og bronsið hlutu Bernice Lim Singapore og Dayand Khairuniza Malaysia.

Sjá nánar á heimasíðu mótsins

Nýjustu fréttirnar