Í morgun hófst liðakeppnin á Heimsmeistaramóti ungmenna U21. Íslenska liðið er nú í 28. sæti með 2.255 pinna að loknum þremur leikjum. Arnar Davíð spilaði best íslensku keppendanna eða 638, Skúli Freyr var með 596 seríu, Einar 550 og Guðlaugur 471.
Eins og staðan er núna er Arnar Davíð í 43. sæti í heildarkeppninni með 201,47 að meðaltali í leik, Skúli Freyr í 91. sæti með 191,93 að meðaltali, Guðlaugur í 161. sæti með 175,13 og Einar með 169,87 í 174. sæti. Seinni þrír leikirnir verða spilaðir á morgun laugardag.
Í liðakeppninni stúlka er lið Singapore í efsta sæti að loknum þremur leikjunum með 2.583 pinna , lið Kóreu er í öðru sæti með 2.478 og lið Chinese Taipei í þriðja sæti með 2.400. Hjá piltunum leiðir lið Svíþjóðar með 2.631 pinna, í öðru sæti er lið Þýskalands með 2.514 og í þriðja sæti er lið Bandaríkjanna með 2.512 pinna.
Sjá nánar á heimasíðu mótsins