Einstaklingskeppni er nú lokið á Heimsmeistararmóti ungmenna í keilu. Bestum árangri íslensku keppendanna náði Arnar Davíð Jónsson sem endaði í 74. sæti með 1.172 í 6 leikjum. Skúli Freyr Sigurðsson endaði í 96. sæti með 1.144, Guðlaugur Valgeirsson var með 1.118 í 116. sæti og Einar Sigurðsson í 172. sæti með 982.
Sigurvegari í einstaklingskeppni pilta var Marshall Kent frá Bandaríkjunum sem sigraði Shusaku Asato frá Japan í úrslitunum. Bronsverðlaunahafarnir voru Basil Low frá Singapore og Ryu Ji-Hoon frá Koreu.
Sigurvegari í einstaklingskeppni stúlkna var Kim Seon-Jeong Kóreu sem sigraði Hee Kar Yen frá Malaysiu í úrslitunum. Bronsverðlaunahafarnir voru Christina Rodriguez frá Puerto Rico og Juliana Franco frá Columbiu.
Sjá nánar á heimasíðu mótsins