Sunnudaginn 24. júní hefst keppni á Heimsmeistaramóti ungmenna U21 2012 með fyrstu riðlunum í einstaklingskeppni stúlkna og síðan pilta. Guðlaugur Valgeirsson og Einar Sigurðsson spila í holli A kl: 18:00 á staðartíma 24. júní, sem er kl. 11:00 að íslenskum tíma. Arnar Davíð Jónsson og Skúli Freyr Sigurðsson spila í holli C kl: 13:30 að staðartíma mánudaginn 25. júní, sem er kl. 06:30 að íslenskum tíma.
Til áréttingar skal þess getið að tímamismunurinn 7 klukkustundir og er tíminn á Íslandi 7 tímum á undan Thailandi, þannig að þegar klukkan er 9:00 á Íslandi er hún 16:00 í Thailandi.
Tvímenningskeppni pilta hefst síðan miðvikudaginn 27. júní n.k.
Við sendum strákunum okkar, okkar bestu óskir um gott gengi á mótinu. Heimasíða mótsins er www.worldyouth2012.com