Í morgun hófst keppni í þrímenningi á Evrópumóti kvenna í keilu. Ragna Matthíasdóttir (580) , Linda Hrönn Magnúsdóttir (576) og Sigurlaug Jakobsdóttir (501) spiluðu í holli 1 og hafa nú lokið leikjum dagsins með samtals 1.657 í þremur leikjum.
Í holli 3 sem hefur keppni kl. 14:00 (kl. 16:00 að staðartíma) spila Karen Rut Sigurðardóttir, Ástrós Pétursdóttir og Guðný Gunnarsdóttir. Fylgist með á heimasíðu mótsins