Keppni í tvímenningi lokið

Facebook
Twitter

Nú er lokið keppni í tvímenningi á Evrópumóti kvenna í keilu. Sigurvegarar eru Ida Anderson og Joline Persson Planefors Svíþjóð sem sigruðu Autum Chamberlain og Hayley Rumkee Englandi í úrslitunum. Guðný Gunnarsdóttir (2.179) og Linda Hrönn Magnúsdóttir ( 2.065) höfnuðu í 61. sæti með 4.244 pinna. Ástrós Pétursdóttir (2.058) og Karen Rut Sigurðardóttir (2.151) höfnuðu í 64. sæti með 4.209 pinna og Ragna Matthíasdóttir (2.047) og Sigurlaug Jakobsdóttir (2.035) höfnuðu í 70. sæti með 4.082 pinna alls.

 

Á morgun hefst keppni í þrímenningi. Í holli 1 sem hefur keppni kl. 7:00 (kl. 9:00 að staðartíma) spila Sigurlaug Jakobsdóttir, Ragna Matthíasdóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir. Í holli 3 sem hefur keppni kl. 14:00 (kl. 16:00 að staðartíma) spila Karen Rut Sigurðardóttir, Ástrós Pétursdóttir og Guðný Gunnarsdóttir.

Sjá nánar

Nýjustu fréttirnar