Ísland sækir um að halda ECC 2014

Facebook
Twitter

Í 20 ára afmælishófi Keilusambands Íslands sem haldið var í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þann 16. maí sl. afhenti Þórarinn Már Þorbjörnsson nýkjörinn formaður sambandsins Addie Ophelder forseta Evrópska keilusambandsins (ETBF) formlega umsókn Íslands um að halda Evrópumót landsmeistara í keilu European Champhions Cup (ECC) árið 2014.

Það má ætla að mót sem þetta verði gríðarleg lyftistöng fyrir keiluíþróttina á Íslandi.  Á þetta árlega mót mæta landsmeistara flestra Evrópuþjóða og má áætla að keppendur verði um 80 talsins og annað eins af fylgdarliði. Nú er bara að krossa fingur og vona að ETBF taki jákvætt í málið.

Nýjustu fréttirnar