Í gær urðu ÍR-TT og ÍR-KLS Bikarmeistarar 2012. ÍR-TT unnu KFR-Skutlurnar í úrslitunum 3-0 og ÍR-KLS unnu KFR-Lærlinga einnig 3-0. En bæði liðin tryggðu sér einnig Íslandsmeistaratitilinn á dögunum.
ÍR-TT var að vinna titilinn í annað sinn, en þær urðu einnig bikarmeistarar árið 2010, en þetta er í fimmta skiptið og þriðja árið í röð sem ÍR-KLS vinna þennan titil.
Lið ÍR-TT skipa Guðný Gunnarsdóttir, Sigríður Klemensdóttir, Katrín Fjóla Bragadóttir, Sigurlaug Bragadóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir.
Lið ÍR-KLS skipa Árni Geir Ómarsson, Magnús Magnússon, Einar Sigurðsson, Stefán Claessen og Andrés Páll Júlíusson.