Þá er spilamennsku okkar lokið á Evrópumóti unglinga. Arnar Davíð spilaði á móti Jord van Weeren frá Hollandi og tapaði 0-2. Hann tapaði fyrsta leiknum á aðeins 4 pinnum 175 – 179, en í öðrum leik spilaði Hollendingurinn 267 en Arnar 200. Arnar lenti því í 5. til 8. sæti á mótinu. Það er fróðlegt að sjá að þeir sem fara í undanúrslitin voru í sætum 13 til 17 inní úrslitin.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu