Í dag var keppt í einstaklingskeppni stráka. Andri og Guðmundur byrjuðu í morgun, Andri spilaði 951 og Guðmundur 1017. Þórður og Arnar léku síðan eftir hádegi Þórður var með 948, Arnar fór rólega af stað en náði samt 1146. Þeir enduðu þannig Arnar í 46. sæti, Guðmundur í 89. sæti, Andri í 96. sæti og Þórður í 97. sæti. Þessi spilamennska hjá Arnari dugði honum samt til að komast í heildarúrslitin, þar sem topp 24 etja kappi saman, en hann endaði í 10. sæti
Til úrslita á morgun leika svo Tékkaland, Rússland, Holland og Noregur, en það þurfti 1325 í úrslit. Úrslitin eru svo leikin á morgun þegar stelpurnar eru búnar. Hafdís og Karen byrja svo klukkan 1315 á morgun.